Meistaramótið hafið

Fyrsti dagur meistaramóts GSS var í gær, en spilað er i fjóra daga og lýkur mótinu á laugardag. Vegna mótsins er völlurinn fullur frá klukkan 14:00 til 20:00 alla daganna. Góð þáttaka er í mótinu og mikil stemming. Allir klúbbmeðlimir auk vina og vandamanna eru velkomnir á lokahóf mótsins kl 20:00 á laugardagskvöldið. Þar er hægt að kaupa sér mat og drykk og skemmta sér fram eftir kvöldi. Verð fyrir mat á lokahófinu er 2000 krónur. Skráning á lokahófið fer fram í golfskálanum.

Categories: Óflokkað