Meistaramótið hefst á miðvikudag

Meistaramót GSS hefst næstkomandi miðvikudag. Allir félagsmenn eru hvattir til að skrá sig í mótið, sem er hápunktur sumarsins fyrir marga kylfinga. Spilað verður í fjóra daga í mismunandi flokkum en í þrjá daga í öldunga og byrjendaflokkum. Mótinu lýkur með kvöldverð og verðlaunaafhendingu á laugardag. Skráning á www.golf.is. Núverandi meistarar eru þau Jóhann Örn Bjarkason og Árný Lilja Árnadóttir

Sigurvegarar í meistaraflokki karla og kvenna 2011

Categories: Óflokkað