Dagskrá dótadags á Hlíðarenda

Dagskrá dótadags hjá Golfklúbbi Sauðárkróks

Laugardagur 25. maí.

Kl: 10:00-13:00 Opið hús í golfskálanum. Kaffi á könnunni. Kynningar á vörum frá Cintamani og N-1. Gamlar hreyfimyndir úr starfi klúbbsins sýndar. Markaður með golfvörur – notaða poka, kylfur, föt, kerrur eða skó. Öllum er frjálst að koma með vörur á markaðinn.  Æskilegast að þær komi fyrir kl: 10.00 um morguninn, þar sem aðstoðað verður með verðlagningu.

Richard Hughes verður á staðnum þar sem hægt verður að ræða við hann um golfkennslu, kulda, eldgos og annað sem kemur upp í hugann. Hann veitir ráðleggingar varðandi lagfæringu á kylfum, skiptingu á gripum o.fl.

Kl: 13:00 Golfsýning (trickshots) Richard Hughes kynnir sig og sýnir hvernig hægt er að meðhöndla kylfur og bolta.

Kl. 14:00 Hraðmót á Hlíðarendavelli. (nánar auglýst síðar)

Allir eru velkomnir að kynna sér starfsemi GSS, hvort sem þeir eru félagar í klúbbnum eður ei. Kaffi á könnunni.

Nefndin.

Categories: Óflokkað

Dótadagur og kynning á golfkennaranum Richard Hughes

Fyrirhugað er að halda kynningardag að Hlíðarenda laugardaginn 28. maí ef veður leyfir. Fyrir hádegi geta félagsmenn komið með gamlar kylfur eða skemmdar og fengið golfkennarann Richard að kíkja á þær. Hann mun bjóða upp á að lagfæra kylfur og skipta um grip. Einnig verður golfmarkaður þar sem fólk getur selt eða skipt á golfvörum. Eftir hádegi verður Richard með golfsýningu og ef veður verður hagstætt verður haldið 9 holu mót. Dagskráin verður nánar auglýst síðar.

Categories: Óflokkað