Unglingastarfið hefst í byrjun júní

Golfskóli Golfklúbbs Sauðárkróks hefst þriðjudaginn 7.júní n.k. og stendur fram í ágúst
8-11 ára verða mánudaga – fimmtudaga kl. 10-12
12-16 ára verða mánudaga – fimmtudaga kl. 10-15
Kennari í golfskólanum í sumar verður Gwyn Richard Hughes sem að einnig kemur til með að sjá um einkakennslu hjá klúbbnum.
Golfæfingar eru þegar hafnar og verða alla sunnudaga kl.13-15 þar til golfskólinn hefst.

 

Skráning fer fram á netfangið hjortur@fjolnet.is eða í síma 8217041.

Heimasíða unglingastarfs GSS er www.gss.blog.is og má þar sjá mikið af myndum og fá margvíslegar upplýsingar um unglingastarfið.

Sumargjald í golfskólann er:
8-11 ára greiða 15.000,-
12-16 ára greiða 20.000,-

Unglingaráð GSS

Categories: Óflokkað

Gwyn Richard Hughes golfkennari á Sauðárkróki

Golfklúbbarnir á Sauðárkróki, Blönduósi og Skagaströnd hafa ákveðið að ganga til samninga við Gwyn Richard Hughes sem golfkennara næsta sumar. Richard er með PGA gráðu í golfkennslu og hefur kennt golf víða um heim. Hann er nú golfkennari í Egyptalandi, en hyggst taka sér leyfi frá störfum þar í nokkra mánuði og kenna hér yfir sumarmánuðina.

Richard Hughes er Walesverji að uppruna. Keppti á sínum tíma í golfi og var margfaldur unglingameistari. Hann hefur kennt í heimalandi sínu auk Póllands og Tékklands og er nú eins og áður sagði í Egyptalandi, þar sem hann er yfirkennari.

Golfklúbbarnir á Norðurlandi vestra vænta þess að koma Richard Hughes verði lyftistöng fyrir golf á svæðinu og vona að sem flestir nýti sér þjónustu hans. Auk unglingaþjálfunar mun Richard bjóða upp á námskeið fyrir byrjendur og einkakennslu fyrir lengra komna.

Categories: Óflokkað