Sveitakeppni GSÍ fer fram um helgina

Golfklúbbur Sauðárkróks sendir lið í sveitakeppni GSÍ en keppnin fer fram nú um helgina. Karlasveitin fer í Hveragerði til keppni í 4. deild. Í sveitinni eru þeir Arnar Geir Hjartarson. Brynjar Örn Guðmundsson, Ingvi Þór Óskarson, Jóhann Örn Bjarkason, Oddur Valsson og Thomas Olsen. Kvennasveitin fer til Ólafsfjarðar og keppir í annari deild. Sveitina skipa Árný Árnadóttir, Dagbjört Hermundardóttir, Ragnheiður Matthíasdóttir, Sigríður Elín Þórðardóttir og Sigríður Eygló Unnarsdóttir.

Klúbbmeistararnir Árný Lilja og Arnar Geir verða bæði í sveitum GSS á Íslandsmótinu.

 

Categories: Óflokkað