Sveitakeppni GSÍ

Næstu helgi fer fram Sveitakeppni GSÍ og verður keppt hér á Hlíðarendavelli í fjórðu deild karla. Karlasveit GSS keppir á Sauðárkróki en konurnar keppa í 1. deild í Leirunni suður með sjó.

Vakin er athygli á að golfvöllurinn er lokaður fyrir spil á föstudaginn 16 ágúst til klukkan 14:00 sunnudaginn 18. ágúst. Allir eru hins vegar velkomnir á völlinn að horfa á skemmtilega keppni.

Bendum við á vinavelli okkar á Norðurlandi fyrir golfþyrsta.

Stjórnin

Categories: Óflokkað