Þjálfari sumarsins og golfskólinn

Mark Irving mun verða aðalþjálfari GSS sumarið 2013. Mark er Breti en búinn að vera búsettur í Danmörku og víða á Norðurlöndunum undanfarin ár. Hann er fæddur 1955 og hefur gríðarmikla reynslu við golfkennslu undanfarna áratugi.  Hann útskrifaðist frá PGA of England, sem “fully qualified PGA professional”  1974. og hefur síðan sótt fjölda námskeiða frá þeim tíma. Hann starfaði síðast 2010 – 2012 sem Head Professional at Dragsholm Golf Club, Sjælland,Denmark.

Mark Irving

Mark kemur til okkar um mánaðarmótin maí/júní og verður hjá okkur við kennslu til ágústloka.  Hann mun hafa umsjón með barna-og unglingastarfinu okkar ásamt því að sinna almennri golfkennslu fullorðinna. Mark hefur bestu meðmæli og gríðarlega reynslu við kennslu, bæði barna/unglinga sem og fullorðinna.  Við bindum við miklar vonir við áframhaldandi framfarir og eflingu golfiðkunar í Skagafirði.

Golfskólinn hefst formlega miðvikudaginn 5.júní n.k. og verður með svipuðu sniði og undanfarin ár.

Golfskólinn er  frá kl:10:00 – 15:00 frá mánudegi til fimmtudags;

7-11 ára eru frá kl.10:00 – 12:00,

Eldri iðkendur eru til kl. 15:00.

Á föstudögum er golfskólinn frá kl.10:00 – 12:00

Gjald er kr. 15.000,- fyrir 7-11 ára, kr. 20.000,- fyrir 12 ára og eldri

Félagsgjald í klúbbnum er innifalið í æfingagjaldinu

Skráning er hafin í golfskólann. Hægt er að senda tölvupóst á hjortur@fjolnet.is eða hringa í síma 8217041.

Nafn iðkanda ásamt kennitölu þarf að fylgja ásamt nafni á tengiliði, netfangi og símanúmeri.

Einnig þarf að fylla út meðfylgjandi upplýsingaeyðublað

upplýsingaeyðublað til foreldra 2013

 

Categories: Óflokkað