Allt að gerast á golfvellinum

Nú fer að styttast í opnun golfvallarins inn á sumarflatir. Opnunarmóti GSS sem fyrirhugað var 1. júní hefur verið aflýst og verður fyrsta mótið því miðvikudagsmót 5. júní.

Hlýindin og vætan hafa gert góða hluti undanfarið og vallarstarfsmenn eru á fullu við að lagfæra skemmdir sem eru í mörgum flötum. Leyniblanda vallarstjóra og Reynis Barðdal hefur verið sett á flatrinar og nú stendur yfir sáning og söndun.

Athygli er vakin á því að völlurinn er opinn fyrir félagsmenn, en ekki er spilað af teigum og inn á flatir í augnablikinu. Kylfingar eru beðnir um að passa sérstaklega vel upp á völlinn, færa úr bleytu og lagfæra kylfuför. Þá eru kylfingar beðnir að fara ekki með þungar golfkerrur inn á völlinn og taka tillit til starfsmanna.

Categories: Óflokkað