Völlurinn opnar á fimmtudaginn

Á Hlíðarenda 27. maí 2013

Á fimmtudaginn 30. maí, verður Hlíðarendavöllur opnaður inn á sumarflatir. Þrátt fyrir ýmsar skemmdir á flötum og á brautum er óhætt að spila völlinn og er hann þrátt fyrir allt í þokkalegu standi.

Búið er að sá í og sanda flatir og eru kylfingar sérstaklega beðnir um að ganga vel um, lagfæra kylfu- og boltaför. Bleyta er á sumum brautum og eru kylfingar jafnframt beðnir um að velja heppilega gönguleið framhjá bleytunni.

Góða skemmtun og gleðilegt sumar.

Categories: Óflokkað