Titleist Footjoy Norðurlandsmótaröðin 2023 Nýprent Open

Sunnudaginn 4 júní hélt GSS fyrsta mótið í Norðurlandamótaröðinni 2023 þar sem krakkar, byrjendur og vanir, fengu að spreyta sig í golf keppni. Keppendur frá Sauðárkróki, Akureyri, og Dalvík mættu í skálann eldsnemma á Sunnudegi og þrátt fyrir kulda og vind, stóðu sig eins og hetjur og skelltu í sig pylsum og gosi þegar hringurinn var búinn.

Í byrjendaflokki voru 6 strákar, Guðmundur Þór Emilsson, Nói Róbertsson, Daníel Smári Kristjánsson, Aðalgeir Ingi Ægisson, Viggó Björgvinsson, og Jóhann Jakob Helgason sem stóðu sig allir einstaklega vel og fengu einn pakka af golfkúlum hver í verðlaun.

Byrjendaflokkur stráka

Í 12 ára og yngri flokki stráka var hörð samkeppni, en í 3. sæti voru þeir Karl Goðdal og Brynjar Morgan jafnir á 49 höggum, í 2. sæti var Barri Björgvinsson á 46 höggum, og í fyrsta sæti var Kristófer Áki Aðalsteinsson á 45 höggum. Stelpu megin var hún Nína Júlía í 1. sæti á 75 höggum og Nína Morgan í 2. sæti á 77 höggum. Frábær frammistaða hjá þessu ungu krökkum!

Barri, Kristófer Áki, Karl Goðdal, og Brynjar Morgan að taka við verðlaunum
Nína Morgan og Nína Júlía að taka við verðlaunum

Krakkarnir spreyttu sig einnig í vipp keppni eftir hringinn. Í 12 ára og yngri flokknum sigraði hann Kristófer Áki með 10 stig og í byrjendaflokknum tók hann Guðmundur Þór sigurinn með 1 stig. Einnig voru veitt nándarverðlaun á 3 og 6 holu en þau tóku Jóhann Jakob sem var 2,89m frá holu og Daníel Smári sem var 4,78m frá holu.

Sigurvegar í vipp keppni, Kristófer Áki og Guðmundur Þór
Siguvegarar nándarverðlaunanna, Daníel Smári og Jóhann Jakob

13-14 ára kepptu bæði í höggleik og punktakeppni með forgjöf. Það var mikil spenna í höggleiknum hjá strákunum en þar var Ágúst Már Þorvaldsson í 3. sæti á 86 höggum, Egill Örn Jónsson í 2. sæti á 84 höggum og svo Arnar Freyr Viðarsson í 1. sæti á 83 höggum. Punktakeppnina vann Patrekur Máni með 45 punkta. Í 2. sæti var Egill Örn með 43 punkta og í 3. sæti var Óskar Pálmi einnig með 43 punkta.

Egill Örn, Arnar Freyr, og Ágúst Már að taka við verðlaunum

Bryndís Eva Ágústsdóttir tók 1. sæti í höggleiknum hjá stelpunum á aðeins 82 höggum. Í 2. sæti var Dagbjört Sísí Einarsdóttir á 87 höggum og í 3. sæti var hún Björk Hannesdóttir á 97 höggum. Punktakeppnina tók Gígja Rós Bjarnadóttir með heila 51 punkta. Í 2. sæti var Birta Rán Víðisdóttir með 40 punkta og rétt á eftir henni í 3. sæti var Dagbjört Sísí með 39 punkta.

Björk Hannesdóttir, Bryndís Eva, og Dagbjört Sísí að taka á móti verðlaunum
Dabjört Sísí og Gígja Rós að taka á móti verðlaunum

Eins og yngri krakkarnir þá spreyttu 13-14 ára krakkarnir sig líka í vipp keppni. Sigurvegarinn var Egill Örn með 13 stig. Nándaverðlaunin á 3 holu tók Dagbjört Sísí sem var 1,24m frá og nándaverðlaunin á 6 holu tók Birta Rán sem var 4,16m frá holu.

Siguvegarinn í vipp keppninni, Egill Örn
Dagbjört Sísí, næst holu á 3 holu

15-18 ára aldursflokkurinn kláraði daginn hjá okkur og spiluðu öll 18 holur með glæsibrag þrátt fyrir versnandi veður. Þau kepptu einnig í bæði höggleik og punktakeppni með forgjöf. Hjá strákunum varð Ólafur Kristinn Sveinsson í 3. sæti á 83 höggum, rétt á eftir Hafsteini Thor Guðmundssyni sem kom í 2. sæti á 82 höggum. Fyrsta sætið tók hann Valur Snær Gupmundsson á 73 höggum. Punktakeppnina tók hann Markús Máni Gröndal á 35 punkta og Valur Snær og Hafsteinn Thor fylgdu honum sterkt á eftir með 34 punkta og 33 punkta. Vipp keppnina tók Ragnar Orri Jónsson með 20 heil stig.

Hafsteinn Thor, Valur Snær, og Ólafur Kristinn að taka á móti verðlaunum
Valur Snær, Markús Máni, og Hafsteinn Thor að taka á móti verðlaunum
Ragnar Orri, sigurvegari í vipp keppninni

Hörð var baráttan hjá 15-18 kvenna. Höggleikurinn vannst á einu höggi en Kristín Lind Arnþórsdóttir tók fyrsta sætið á 82 höggum og Anna Karen Hjartardóttir fylgdi henni fast á eftir í öðru sæti á 83 höggum. Una Karen Guðmundsdóttir tók 3 sætið á 88 höggum en vann punktakeppnina með 33 punkta. Kristín Lind tók 2. sætið einnig með 33 punkta og Anna Karen var í 3. sæti með 31 punkt.

Una Karen, Kristín Lind, og Anna Karen að taka við verðlaunum í höggleik
Kristín Lind, Una Karen, og Anna Karen að taka á móti verðlaunum fyrir punktakeppni

Við viljum óska öllum sigurvegurum innilega til hamingju og þakka bæði keppendum og foreldrum fyrir að mæta og gera daginn skemmtilegann og fjörugan. Einnig viljum við þakka Barna- og unglinganefndinni sem stóð vaktina og grillaði ofan í alla keppendur að loknum hring og fyrir að skipuleggja vel heppnaðan golf dag. Það eru 3 mót eftir í Norðurlandsmótaröðinni og verður næsta mót 2. júlí á Dalvík, næsta eftir það 26 júlí á Ólafsfirði og loka mótið er 15. ágúst á Akureyri. Fleiri myndir frá mótinu má finna í myndasafninu okkar.

Categories: Börn og unglingar