Úrslit GSS í íslandsmótum golfklúbba um síðustu helgi

Íslandsmót golfklúbba í flokki fullorðinna fór fram um síðustu helgi í öllum deildum á landinu.

Sveitir Golfklúbbs Sauðárkróks stóðu sig mjög vel í sínum deildum.

Kvennasveit GSS lék í 2.deild á Bárarvelli við Grundarfjörð hjá Golfklúbbnum Vestarr og gerðu sér lítið fyrir og urðu í 2.sæti í deildinni og leika því í efstu deild á næsta ári. Sannarlega glæsilegur árangur.

Karlasveit GSS lék í 3.deild á Kálfatjarnarvelli á Vatnsleysuströnd hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar. Sveitin endaði í 5.sæti og leikur því að ári áfram í 3.deild.

Hægt er að skoða úrslit í öllum leikjum á www.golf.is

 

Categories: Óflokkað