Úrslit í meistaramóti GSS

Meistaramót GSS var haldið dagana 10.-13. júlí s.l.  Alls tóku 32 keppendur þátt og var keppt í 6 flokkum. Eftir 72 holur voru Oddur Valsson og Jóhann Örn Bjarkason jafnir á 320 höggum og þurfti bráðabana til að knýja fram úrslit.  Oddur vann eftir fyrstu holu með pari á meðan Jóhann Örn spilaði á skolla.  Árný Lilja Árnadóttir vann öruggan sigur í meistaraflokki kvenna, spilaði hringina fjóra á 339 höggum og var Sigríður Elín Þórðardóttir í öðru sæti á 356 höggum.  Úrslit voru eftirfarandi:

Meistaraflokkur karla: 

1.  Oddur Valsson 320 högg

2.  Jóhann Örn Bjarkjason 320 högg

3.  Arnar Geir Hjartarson 329 högg

Meistaraflokkur kvenna:

1. Árný Lilja Árnadóttir 339 högg

2. Sigríður Elín Þórðardóttir 356 högg

3. Matthildur Guðnadóttit 363 högg

1. flokkur karla:

1. Atli Freyr Rafnsson 352 högg

2. Magnús Gunnar Gunnarsson 353 högg

3. Rafn Ingi Rafnsson 355 högg

2. flokkur karla:

1. Gunnar Þór Gestsson 368 högg

2. Sævar Steingrímsson 380 högg

3. Unnar Rafnsson 397 högg

3. flokkur karla:

1. Hákon Ingi Rafnsson 403 högg

2. Guðni Kristjánsson 409 högg

3. Sveinn Allan Morthens

Byrjendaflokkur kvenna  spiluðu 3 x 9 holur.

1. Kristbjörg Kemp 185 högg

2. Nína Þóra Rafnsdóttir 194 högg

3. Hafdís Skarphéðinsdóttir 202 högg

Hægt er að skoða myndir frá verðlaunaafhendingu á facebook síðu sem heitir “Golfmyndir GSS“

 

 

Categories: Óflokkað