Þakkir til kleinusala

Margir lögðu hönd á plóg við kleinusölu til styrktar unglingastarfi GSS nú á sunnudaginn. Margir foreldrar eyddu morgninum í að  fletja út, búa til kleinur og steikja. Bestu þakkir til þeirra allra sem og  til allra ungu golfarana sem þeystu út um allan bæ og seldu kleinur með dyggri aðstoð bílstjóra og aðstoðarfólks.

Enn er dálítið af kleinum eftir og hægt er að setja sig í samband við Hjört Geirmundsson eða tala við afgreiðslufólk í golfskálanum.

Categories: Óflokkað