Vallarstarfsmenn eiga réttinn!

Vallarstarfsmenn hafa forgang!

Að gefnu tilefni þá viljum við brýna fyrir golfurum að VALLARSTARFSMENN EIGA ALLTAF RÉTTINN Á VELLINUM.
Nokkur tilvik hafa komið upp þar sem slegið hefur verið að og á vallarstarfsmenn og vélar sem þeir hafa yfir að ráða. Þetta er stranglega bannað og stórhættulegt – er í raun ótrúlegt að benda þurfi kylfingum á þetta.
Því er það ítrekað við kylfinga að vallarstarfsmenn á Hlíðarenda hafa forgang á golfvellinum og æfingasvæði félagsins. Kylfingar þurfa að sýna þolinmæði og þurfa að gæta þess að starfsmaðurinn/-mennirnir hafi tekið eftir viðkomandi kylfingi og fært sig þá þannig að honum sé kleift að slá svo sem minnst hætta skapist.

Categories: Óflokkað