Úrslit í opna Friðriksmótinu

Opna minningarmót Friðriks J. Friðrikssonar var haldið á Hlíðarendavelli laugardaginn 10.júní s.l.

Keppnisfyrirkomulagið var höggleikur með forgjöf í einum opnum flokki.

Keppendur komu víðsvegar að landinu og öttu kappi í ljómandi góðu veðri á frábærum Hlíðarendavelli sem skartaði sínu fegursta.

Veitt voru verðlaun fyrir 6 efstu sætin og einnig voru veitt nándarverðlaun fyrir að vera næst holu á 6/15 holu eftir upphafshögg og einnig næst holu á 9/18 í öðru höggi.

Arnar Geir Hjartarson var sigurvegari dagsins en hann sigraði í mótinu sjálfu og fór einnig heim með bæði nándarverðlaunin.

Þeir sem unnu til verðlauna voru þessi:

Nettó
1 Arnar Geir Hjartarson GSS 70
2 Jón Jóhannsson GÓS 71
3 Árný Lilja Árnadóttir GSS 71
4 Hjörtur Geirmundsson GSS 72
5 Sigríður Elín Þórðardóttir GSS 74
6 Bergur Rúnar Björnsson GFB 75

Heildarúrslit mótsins er að finna á www.golf.is

Categories: Óflokkað