Úrslit í Opna Icelandairgolfers

Opna Icelandairsgolfers fór fram á Hlíðarenda laugardaginn 29 júní. Leikfyrirkomulagið var höggleikur með og án forgjafar. Helstu úrslit í höggleik án forgjafar: 1. sæti Ólafur Unnar Gylfason GÓ á 76 höggum. 2 sæti Oddur Valsson GSS á 77 höggum. 3. sæti Bergur Rúnar Björnsson GÓ á 79 höggum. Háður var bráðabani um þriðja sæti þar sem Bergur Rúnar og Arnar Geir Hjartarson GSS voru báðir á 79 höggum. Níunda hola féll á pari en Bergur Rúnar sló síðan nær holu af 100 metra færi.
Úrslit í höggleik með forgjöf:  1. sæti var Hákon Ingi Rafnsson GSS á 66 höggum nettó. 2 sæti Sævar Steingrímsson GSS á 68 höggum nettó. 3 sæti Stefán Atli Agnarsson á 70 höggum nettó. 

Icelandairgolfers er þakkaður stuðningur en samtals nam andvirði verðlauna 100 þúsund krónur.

Categories: Óflokkað