Úrslit í púttmótaröð nóvembermánaðar

Nú eru úrslit jós í púttmótaröð nóvembermánaðar. Spilað var alla fimmtudaga og giltu þrjú bestu kvöldin. Eftir rannsókn og endurskoðun kom í ljós að röð efstu manna var þessi:

Arnar Geir Hjartarson á 169 höggum

Ingvi Þór Óskarsson var á 181 höggi

Unnar Ingvarsson á 187 höggum

Guðmundur Ragnarsson á 192 höggum.

Í desember verður púttmótaröðin með öðrum hætti. Þ.e. nú verður mót fyrstu þrjá fimmtudagana fram að jólum.  Verðlaun verða veitt fyrir hvert mót fyrir sig. Verð fyrir mótið er sem fyrr 500 krónur.

nefndin.

Categories: Óflokkað