Flokkur: Óflokkað

Reglugerð um Ólafshúsmótaröð

Ólafshússmótaröðin hefst næstkomandi miðvikudag og eru því birtar reglur um mótaröðina eins og mótanefnd hefur samþykkt.

Ólafshúsmótaröð

Ekki skal byrja leik fyrr en kl. 14:00 og eigi síðar en kl. 19:00 til og með 27 júlí en eftir það skal ekki ræsa út eftir kl. 17:30

Við sérstakar aðstæður getur mótanefnd veit undanþágur frá þessum tímamörkum.

Skylt er að greiða mótsgjald,  1.200,- kr. áður en leikur hefst. Ef greitt er fyrir 10 mót í einu fæst afsláttur sem nemur 200 kr. á hvert mót. Gestir greiða gjald sem nemur 18 holu gjaldi skv. gjaldskrá.  Ef gestur er í fylgd GSS félaga greiðir hann gjald sem nemur 9 holu gjaldi skv. gjaldskrá.

Félagar í GSS eiga  að skrá sig á netinu http://golf.is/pages/forsida1/motaskra/ á rástíma. Hægt verður að skrá sig í skála inn á rástíma í gengum www.golf.is Rástímar verða settir upp á tímabilinu 15:00 til  19:00* og er ætlast til þess að ekki verði fleiri en 3 í ráshóp.

Verðlaun verða afhent eigi síðar en kl. 10:00 eða við mótslok

Keppnisfyrirkomulag mótaraðarinnar er punktakeppni með og án forgjafar.

Í hverju móti  eru  veit verðlaun fyrir fyrsta sæti í hvorum flokki fyrir sig,  3.000 króna gjafabréf frá Ólafshúsi.

Bestum  samanlögðum árangri   í sjö af tíu mótum sumarsins, í hvorum flokki fyrir sig,  fylgir sæmdarheitið Golfkappi Golfklúbbs Sauðárkróks árið 2011. og 10.000 króna gjafabréf frá Ólafshúsi.

Einungis þeir sem eru með virka* forgjöf eiga möguleika til að vinna til verðlauna á hverju móti fyrir sig.  Til að geta unnið til sæmdarheitsins Golfkappi þarf að taka þátt í amk. 7 mótum með virkri forgjöf.

Mótanefnd áskilur sér rétt til breytinga á reglugerð þessari og auglýsir þær á viðeigandi hátt í Skála og á netinu.

*Virk forgjöf: hafa skilað inn 4 gildum skorkortum eða hafa virka forgjöf á golf.is

Categories: Óflokkað

Úrslit úr Norðurlandamótaröð láforgjafarkylfinga

Fyrsta mótið í Norðurlandsmótaröð lágforgjafarkylfinga var haldið á Hlíðarendavelli í gær sunnudaginn 5.júní. Veðurguðirnir voru kylfingum ekki hagstæðir, slagveðursrigning var lengst af og því erfitt að hemja boltann.

Mótið er það fyrsta af nokkrum sem haldin verða víðs vegar á Norðurlandi í sumar. Að þessu sinni voru einungis keppendur í karlaflokki.

Úrslit urðu sem hér segir:

Meistaflokkur:

  1. Konráð V. Þorsteinsson               GA
  2. Ólafur Gylfason                              GA
  3. Örvar Samúelsson                         GA

1.flokkur:

  1. Arnar Geir Hjartarson                  GSS
  2. Ingvi Þór Óskarsson                      GSS
  3. Örn Viðar Arnarson                       GA

Categories: Óflokkað

Úrslit úr KS mótinu.

Ríflega 40 kylfingar tóku þátt í KS mótinu, sem er fyrsta mót tímabilsins. Völlurinn var í góðu standi og flatirnar að koma til en hvass vestanvindur gerði mönnum lífið leitt. Sigurvegar á þessu móti, sem var með Texas scramble fyrirkomulagi voru þeir feðgar Ólafur Þorbergsson og Arnar Ólafsson. Þröstur Friðfinnsson og Atli Marteinsson urðu í öðru sæti og vallarstarfsmennirnir Guðmundur Þór og Ingvi urðu í þriðja sæti.

Categories: Óflokkað