Fjölskyldudagur á golfvellinum laugardaginn 17.maí

Fjölskyldudagur verður á golfvellinum laugardaginn 17.maí n.k. kl.13-15

Kynning verður á starfinu sem golfklúbburinn býður upp á í sumar. Farið verður yfir æfingadagskrá barna og unglinga og golfskólann. Hlynur Þór Haraldsson golfkennari verður á æfingasvæðinu og  sýnir réttu handtökin.  Svo verður hægt fylgjast með nokkrum reynslumiklum kylfingum spila nokkrar golfholur.

Golfmarkaður verður í skálanum og þar verður líka heitt á könnunni og léttar veitingar.

Ef einhverjir eiga nýlegar golfvörur sem þeir vilja selja eða skipta á þá vinsamlega komið með þær milli kl:12 og 12:30. Við erum að tala bæði um golfkylfur, golffatnað og golfskó. Við erum sérstaklega að leita eftir kylfum fyrir börn og unglinga með mjúkum sköftum, ekki stálsköftum.

Við viljum líka minna á að einkakennsla og hópakennsla er hafin hjá Hlyni golfkennara.

Upplýsingar um hana er að finna á heimasíðu golfklúbbsins www.gss.is Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið  hlynurgolf@gmail.com  eða hringja í síma 866-7565.

Categories: Óflokkað