Meistaramótið í holukeppni

Eftirfarandi yfirlýsing barst frá formanni mótanefndar:

Kæru klúbbfélagar

Vegna mikils áhuga á holukeppnismótinu sem stefnt er að hefjist sem fyrst, hefur verið ákveðið að gefa fleiri kylfingum tækifæri á að taka þátt.

Þeir kylfingar sem voru meðal 32 efstu á Ólafshúsmóti #5 fá forgang.  Eftirfarandi er lokastaða í Ólafshúsmóti  #5 .

1 Elvar Ingi Hjartarson 45
2 Sævar Steingrímsson 41
3 Guðmundur Ragnarsson 38
4 Atli Freyr Rafnsson 37
5 Unnar Rafn Ingvarsson 37
6 Jóhann Örn Bjarkason 37
7 Dagbjört Rós Hermundardóttir 36
8 Þröstur Kárason 36
9 Björgvin J Sveinsson 35
10 Guðni Kristjánsson 34
11 Gunnar Þór Gestsson 34
12 Ólöf Herborg Hartmannsdóttir 33
13 Ásmundur Baldvinsson 33
14 Arnar Geir Hjararson 33
15 Ingvar Gunnar Guðnason 32
16 Einar Einarsson 32
17 Gestur Sigurjónsson 32
18 Arnar Ólafsson 32
19 Atli Freyr Marteinsson 31
20 Málfríður Ólöf Haraldsdóttir 31
21 Ásgeir Björgvin Einarsson 30
22 Ingvi Þór Óskarsson 30
23 Ingileif Oddsdóttir 30
24 Guðmundur Þór Árnason 30
25 Gunnar M Sandholt 30
26 Magnús Gunnar Gunnarsson 30
27 Ólafur Árni Þorbergsson 29
28 Sigríður Elín Þórðardóttir 29
29 Þröstur Friðfinnsson 28
30 Bjarni Jónasson 27
31 Ragnheiður Matthíasdóttir 27
32 Sveinn Allan Morthens 27
33 Rafn Ingi Rafnsson 27
34 Jón Ægir Ingólfsson 26
35 Reynir Barðdal 26
36 Einar Ágúst Gíslason 24
37 Sigurjón J Gestsson 18
38 Sigurjón Rúnar Rafnsson 17

Hafi fleiri kylfingar áhuga á því að taka þátt er þeim bent á að skrá sig í golfskála þar sem þeir komast á biðlista. Skráning verður opin fram á miðvikudag til kl. 20:00.

Í kjölfarið verða keppendur dregnir saman og stefnt er að því að fyrstu umferð verði lokið miðvikudaginn 27. júlí.

Fyrir hönd mótanefndar

Bjarni Jónasson

Categories: Óflokkað

Meistaramótsgleði

Meistaramótsgleði Lokum meistaramóts GSS verðurfagnað með veislu í golfskálanum að Hlíðarenda.Gleðin hefst kl. 19:00, laugardaginn 16. júlí 2011. Ólafshús sér um grillið. Verðkr. 2.000 pr. mann.

Drykkjarföng seld í skála. Afhending verðlauna. Gestir sjá sjálfir um skemmtiatriði. Allir félagarog gestir þeirra velkomnir.

Skráning í skála fram til fimmtudags 14.7. kl 20:00

Categories: Óflokkað

Pistill frá formanni mótanefndar

Kæru kylfingar

Senn líður að Meistaramóti GSS. Í huga margra kylfinga eru meistaramót klúbbana hápunkturinn á golfsumrinu, og er það svo í mínu tilviki. Hér gefst hinum almenna félagsmanni tækifæri á að prófa golf eins og atvinnumennirnir þekkja það. Fjórir dagar af alvöru keppnisgolfi þar sem hvert högg telur og spennustigið getur orðið hátt. Margir eru þeirrar skoðunar að höggleikur sé hið eina sanna golf. Því til stuðnings nefna menn að margir kylfingar eru góðir í holukeppni en fatast fljótt flugið þegar kemur að höggleik. Standist maður hinsvegar pressuna sem fylgir höggleik, þá er maður að öllum líkindum líka góður í holukeppni. Þegar telja þarf hvert högg fer leikurinn á annað plan. Höggleikur er því frábært tækifæri til að láta reyna á andlegu hliðina og einstakt tækifæri fyrir okkur til að bæta okkur sem kylfinga og jafnvel lækka forgjöf. Ekki má heldur gleyma því að  Meistaramótið er kjörið tækifæri fyrir byrjendur til að skerpa á þeim þáttum leiksins er lúta að reglum, hegðun á golfvellinum og spilamennsku almennt. En að lokum er þetta samt alltaf bara spurning um að hafa gaman og spila golf í góðum félagsskap.

Í ár verður keppt í 6 flokkum í karlaflokki og í 3 í kvennaflokki.

Flokkaskiptingar verða eftirfarandi:

Karlar
Forgjöf Flokkur
<8,4 Meistaraflokkur
8,5-12,5 1. flokkur
12,6-18,0 2. flokkur
18,1-24,5 3. flokkur
24,6-35,9 4. flokkur
36 Byrjendaflokkur

 

Konur
Forgjöf Flokkur
<23 Meistaraflokkur
23,1-35,9 1. flokkur
36 Byrjendaflokkur

 

Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina flokka sé fjöldi þáttakanda í ákveðnum flokkum ekki nægur.

 

 

Keppendum er heimilt að spila upp fyrir sig um einn flokk en að sama skapi getur keppandi aldrei fært sig niður um flokk og leikið með kylfingum með hærri forgjöf.

Mótið hefst miðvikudaginn 13. júlí og lýkur laugardaginn 16. júlí og stendur því yfir í 4 daga. Byrjendaflokkar hefja leik þann 14. og spila þeir því í 3 daga.

Ekki má svo gleyma að við munum slútta meistaramótinu með skemmtilegri veislu og verðlaunaafhendingu laugardagskvöldið 16. júlí. Hægt verður að skrá sig í matinn í skála og kosta herlegheitin aðeins 2000 kr. Þáttaka í veislunni stendur öllum klúbbmeðlimum og fjölskyldum þeirra til boða og er ekki bara bundin við keppendur.

Það er von okkar í mótanefnd að við munum sjá sem flest ykkar á vellinum með okkur í næstu viku.

 

Fyrir hönd mótanefndar

Bjarni Jónasson

Categories: Óflokkað