Golfklúbbur Skagafjarðar mun
fylgja tilmælum GSÍ. Þetta þýðir m.a. að ekki má snerta stangir, hrífur verða
fjarlægðar úr glompum og svampar settir í holur til að grynna þær. Munið 2 m reglu, handþvott og spritt.
Stjórn GSS ákvað á fundi í dag (30/7) að fresta Opna Steinullarmótinu um óákveðinn tíma.
Íslandsmót golfklúbba 2020, 1. deild kvenna var haldin á Urriðavelli (Golfklúbburinn Oddur) og Leirdalsvelli (Golfklúbbur Kópavogs- og Garðabæjar) 23.-25. júlí. Kvennasveit GSS varð í 6. sæti í efstu deild og keppir í þeirri deild að ári liðnu. Sveit GSS skipuðu: Anna Karen Hjartardóttir, Árný Lilja Árnadóttir, Dagbjört Rós Hermundsdóttir, Hildur Heba Einarsdóttir, Rebekka Helena Róbertsdóttir, Sigríður Elín Þórðardóttir, Telma Ösp Einarsdóttir og Una Karen Guðmundsdóttir.
Í riðlakeppninni tapaði GSS fyrir GR (Reykjavík) 5/0 og GK (Keilir) 4,5/0,5, en unnu GO (Oddur) í spennandi viðureign með 3 vinningum gegn 2, þar sem úrslit réðust á lokaholunum. Eftir riðlakeppnina lék liðið um 5.-8. sæti. Þar vann GSS lið GV (golfkl. Vestmanneyja) í öðrum spennandi leik, en 3 leikir enduðu á 18. holu, úrslit 4/1 fyrir GSS. Lokaleikur mótsins var gegn GS (Suðurnes), sem endaði með jafntefli en þar sem GS hafði fleiri stig úr öðrum viðureignum var lokastaðan 6. sæti 1. deildar og heldur kvennasveit GSS sæti sínu í efstu deild að ári. Íslandsmeistarar golfklúbba 2020 eru GR eftir úrslitaleik við GK.
Nú var Íslandsmótið í kvennaflokki sérstakt
að því leyti að fremstu atvinnukylfingar landsins tóku flestir þátt enda liggur
mótahald út í hinum stóra heimi niðri af alkunnum ástæðum. Einnig eru í mörgum
af stærri klúbbunum margar stúlkur sem stunda golf samhliða námi í
Bandaríkjunum og eru því nokkurs konar hálfatvinnumenn í íþróttinni.
Í því félagi sem vann titilinn í
kvennaflokki, Golfklúbbi Reykjavíkur, eru um 3200 félagsmenn Sú sveit var leidd
af Ólafíu Þórunni Jónsdóttur atvinnukylfingi. Í Golfklúbbnum Keili eru um 1300
félagsmenn og þar á meðal Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Í
Golfklúbbi Garðabæjar og Kópavogs eru um 2000 félagar en þær urðu í þriðja sæti
og Mosfellingar voru í fjórða sæti en þar eru um 1200 félagsmenn. Sú sveit sem
varð jöfn Skagfirðingum var sveit
Suðurnesjamanna með um 700 félaga, Golfklúbburinn Oddur í Garðabæ með um
1600 félagsmenn og Vestmannaeyingar sem státa af ríflega 400 félögum urðu fyrir
neðan GSS. Til samanburðar eru nú ríflega 200 félagar í GSS.
Í sveitakeppni í golfi keppa hverju sinni 6
einstaklingar og verður því að vera mikill breidd í þeim liðum sem keppa hverju
sinni. GSS hefur á að skipa mjög ungu liði með tvo reynslubolta en 6 ungar
stelpur. Í liðinu eru einungis konur sem búsettar eru á Sauðárkróki en sum
önnur liðanna voru styrkt með brottfluttum kylfingum og er árangurinn því
eftirtektarverðari. Það verður spennandi að fylgjast með kylfingum í GSS á
komandi árum og árangurinn ber starfi klúbbsins gott vitni.