Mánuður: október 2015

Aðalfundur Golfhermafélagsins

Aðalfundur Golfhermafélagsins verður haldinn sunnudaginn 18.október kl.17:00 í golfskálanum.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Félagar GSS eru hvattir til að fjölmenna á fundinn.

Einnig er meðfylgjandi í viðhengi verðskrá fyrir starfsárið 2015-2016.

Vekjum sérstaka athygli á þeim sértilboðum sem eru í gangi í október, nóvember og desember.

Verðskrá 2015_2016

Categories: Óflokkað

Úrslit í Norðvesturþrennunni

 

Norðvesturþrennan sumarið 2015

GSS – GÓS – GSK

Tilgangurinn með Norðvesturþrennunni er að auka samstarf og samskipti félaganna í golfklúbbunum þremur. 

Norðvesturþrennan

Keppt er í þremur flokkum: Opinn flokkur með forgjöf, karlaflokkur án forgjafar, kvennaflokkur án forgjafar. Ekki er gefin hærri leikforgjöf en 36.

Keppendur fá 1 punkt fyrir skolla, 2 fyrir par o.s.frv.

Lagðir eru saman punktar keppenda úr hverju móti. Punktar á „útivöllum“ gilda þó tvöfalt. Verði keppendur jafnir gildir röð á síðasta mótinu.

Verðlaun fyrir flesta punkta í hverjum flokki er gjafabréf frá golfverslun að upphæð 10.000 kr.

Úrslit í opnum flokki punktar með forgjöf:

1.  Arnar Geir Hjartarson GSS – 164 punktar

2.  Adolf Hjörvar Berndsen GSK – 163 punktar

3. Ásmundur Baldvinsson GSS – 155 punktar

Úrslit í kvennaflokki punktar án forgjafar:

1. Sigríður Elín Þórðardóttir GSS – 82 punktar

2. Guðrún Ásgerður Jónsdóttir GÓS – 78 punktar

3. Ólöf Herborg Hartmannsdóttir GSS –  43 punktar

Úrslit í karlaflokki punktar án forgjafar:

1. Arnar Geir Hjartarson GSS – 154 punktar

2. Elvar Ingi Hjartarson GSS – 112 punktar

3. Rafn Ingi Rafnsson GSS – 95 punktar.

 

 

 

 

 

Categories: Óflokkað