Month: ágúst 2017

Hákon Ingi Rafnsson spilaði frábært golf í lokamóti Íslandsbankamótaraðarinnar

Lokamót Íslandsbankamótaraðar barna og unglinga fór um fram um síðustu helgi á golfvelli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG ) Leirdalsvelli. Keppt var í flokkum frá 14 ára og yngri og upp í 21 árs aldur. Golfklúbbur Sauðárkróks átti þrjá þátttakendur á þessu móti. Veður setti svip sitt á mótið því alla jafna eru spilaðar 36 holur í flestum flokkum nema í tveimur elstu, þar eru spilaðar 54 holur. Veður var hins vegar með þeim hætti á laugardeginum að keppni var aflýst og mótið því klárað á sunnudeginum. Hákon Ingi Rafnsson sem lék í flokki 15-16 ára spilaði frábært golf á sunnudeginum og lék á 71 höggi eða pari vallarins sem skilaði honum í 3.sæti í þessum gríðarsterka flokki. Sannarlega góður árangur hjá honum þar sem hann lék 14 holur á pari, fékk tvo fugla og tvo skolla og niðurstaðan því par vallarins.

Hákon er lengst til vinstri á myndinni

Categories: Óflokkað

Íslandsmót golfklúbba 15 ára og yngri

Golfklúbbur Sauðárkróks sendir lið til keppni dagana 18.-20. ágúst n.k. á íslandsmót golfklúbba 15 ára og yngri.

Við njótum liðsinnis frá tveimur kylfingum úr Golfklúbbi Fjallabyggðar á Ólafsfirði. Ein stúlka og einn strákur.

Stúlkurnar leika á Selsvelli á Flúðum og sveitin er þannig skipuð:

Anna Karen Hjartardóttir GSS

Hildur Heba Einarsdóttir GSS

Rebekka Helena Barðdal Róbertsdóttir GSS

Sara Sigurbjörnsdóttir GFB

Una Karen Guðmundsdóttir GSS

 

Strákarnir leika á Hlíðavelli í Mosfellsbæ og sveitin er þannig skipuð:

Alexander Franz Þórðarson GSS

Arnar Freyr Guðmundsson GSS

Bogi Sigurbjörnsson GSS

Einar Ingi Óskarsson GFB

Tómas Bjarki Guðmundsson GSS

 

Hægt verður að fylgjast með framvindu mála á www.golf.is alla daga

Categories: Óflokkað

Úrslit GSS í íslandsmótum golfklúbba um síðustu helgi

Íslandsmót golfklúbba í flokki fullorðinna fór fram um síðustu helgi í öllum deildum á landinu.

Sveitir Golfklúbbs Sauðárkróks stóðu sig mjög vel í sínum deildum.

Kvennasveit GSS lék í 2.deild á Bárarvelli við Grundarfjörð hjá Golfklúbbnum Vestarr og gerðu sér lítið fyrir og urðu í 2.sæti í deildinni og leika því í efstu deild á næsta ári. Sannarlega glæsilegur árangur.

Karlasveit GSS lék í 3.deild á Kálfatjarnarvelli á Vatnsleysuströnd hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar. Sveitin endaði í 5.sæti og leikur því að ári áfram í 3.deild.

Hægt er að skoða úrslit í öllum leikjum á www.golf.is

 

Categories: Óflokkað