Höfundur: Stjórn GSS

Ný stjórn GSS

Nýr formaður var kosinn á aðalfundi Golfklúbbs Skagafjarðar sem haldinn var 30. nóv þar sem Sigríður Svavarsdóttir tók við formennsku og Helga Jónína Guðmundsdóttir settist í stól varaformanns.

Með kosningu þeirra eru konur komnar í meirihluta stjórnarinnar sem að öðru leyti er óbreytt; Kristján Jónasson gjaldkeri, Andri Þór Árnason ritari, Aldís Hilmarsdóttir form mótanefndar, Guðmundur Ágúst Guðmundsson form vallarnefndar, Dagbjört Rós Hermundsdóttir form nýliðanefndar og Sylvía Dögg form barna- og unglinganefndar.
Samkvæmt ársreikningum klúbbsins gekk reksturinn vel árið 2021.

Categories: Óflokkað

Aðalfundur GSS 2021

Golfskála Hlíðarenda, þriðjudag 30. nóvember kl 20:00

Dagskrá

1.            Skýrsla stjórnar og nefnda.

2.            Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.

3.            Lagabreytingar.

4.            Kosning stjórnar og varamanna.

5.            Kosning í aðrar nefndir.

6.            Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga og tveir til vara.

7.            Kosning fulltrúa á Golfþing GSÍ og þing UMSS.

8.            Ákvörðun félagsgjalda.

9.            Önnur mál.

Categories: Óflokkað

Tilboð til GSS félaga

Golfhöllin býður öllum félagsmönnum Golfklúbbs Skagafjarðar 20% afslátt af hermaleigu ef bókað er inn á golfhollin.is. Nota þarf kóðann: GSS til þess að fá afsláttinn. Ef bókað er 10 klst eða eiri í fastri bókun fram á vor bjóðum við 25% afslátt. Best er að senda okkur tölvupóst á golfhollin@golfhollin.is.

Í Golfhöllinni nnur þú 14 glænýja golfherma af nýjustu gerð frá TrackMan, TrackMan 4. Hermarnir eru þeir nákvæmustu á markaðnum og hafa sýnt sig og sannað í gæðum og upplifun kylfinga undanfarin ár.

Categories: Óflokkað