Höfundur: Stjórn GSS

Aðalfundur GSS 2021

Aðalfundur GSS verður að Hlíðarenda þriðjudaginn 30. nóvember kl. 20:00.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.

Categories: Óflokkað

Opna Advania – styrktarmót

Opna Advania verður haldið á Hlíðarendavelli 21. ágúst. Fyrirkomulagið er liðakeppni þar sem tveir leikmenn mynda lið og hvor spilar með sinn bolta. Betri bolti gildir á hverri holu. Stjórn GSS hefur ákveðið að mótsgjöld á Opna Advania renni til styrktar Hlyni Þór Haraldssyni og fjölskyldu hans vegna þeirra erfiðu veikinda sem hann glímir við.

Hlynur Þór er PGA golfkennari og þjálfaði hjá GSS eitt sumar fyrir nokkrum árum.  Á Króknum eignaðist hann góða vini enda er hann drengur góður.  

Nánari upplýsingar um mótið og skráning er á Golfbox.

Categories: Óflokkað

Golfskálinn opinn til 25. ágúst.

Golfskálinn verður opinn til og með 25. ágúst. Völlurinn verður opinn áfram enda hægt að stunda golf langt fram eftir hausti. Rástímabókun er á golfbox.

Aðalfundur GSS verður í nóvember. Vinsamlega hafið samband við stjórn GSS ef þið viljið gefa kost á ykkur í stjórn eða nefndir GSS golfárið 2022.

Categories: Óflokkað