Elvar Ingi og Hjörtur sigra í Opna KS mótinu

Verðlaunahafar í Opna KS mótinu 2013.

Opna KS mótið fór fram á Hlíðarendavelli laugardaginn 8. júní og var það fyrsta opna mótið sem haldið hefur verið í sumar. Alls voru þátttakendur 40, flestir frá Golfklúbbi Sauðárkróks en einnig gestir frá Húsavík, Akureyri,  Ólafsfirði og Blönduósi. Keppt var með Texas Scramble fyrirkomulagi sem þýðir að tveir eru í liði og fá að velja betri boltann eftir hvert högg. Sigurvegarar voru þeir feðgar Elvar Ingi Hjartarsson og Hjörtur Geirmundsson sem spiluðu völlinn á 63 höggum nettó eða 9 höggum undir pari vallarins. Jafnir þeim voru þeir Bergur Björnsson og Kjartan Fossberg, en þeim gekk heldur verr á seinni 9 holunum og urðu því í öðru sæti.  Jóhann Örn Bjarkason og Ólafur Þorbergsson urðu í þriðja sæti. Gefandi veglegra verðlauna var Kaupfélag Skagfirðinga og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir höfðingsskapinn.

Röð efstu para                                                           Brúttó    –   Nettó
Elvar Ingi Hjartarson – Hjörtur Geirmundsson                 67        63
Kjartan Fossberg – Bergur Björnsson                            65       63
Jóhann Bjarkason – Ólafur Þorbergsson                      68       66
Magnús Gunnarsson – Þórleifur Karlsson                   70        67
Benedikt Jóhannsson – Karl Sigurðsson                       71        67
Ingvi Óskarsson – Arnar Geir Hjartarson                      70        68

Categories: Óflokkað