Íþróttastjóri

Atli Freyr Rafnsson er nýráðinn íþróttastjóri Golfklúbbs Skagafjarðar. Hann annast þjálfun barna og unglinga ásamt því að sinna almennum félagsmönnum. Atli skipuleggur komur gestaþjálfara og starfar með þeim við þjálfun. Hann starfar náið með barna og unglinganefnd.

Atli Freyr er stúdent frá FNV og var að ljúka fyrsta ári í íþrótta og heilsufræði við Háskóla Íslands. Atli hefur starfað við þjálfun hjá GSS undanfarin ár.

Categories: Óflokkað