Verslunar- og þjónustustjóri

Karen Owolabi hefur verið ráðin sem verslunar- og þjónustustjóri Golfklúbbs Skagafjarðar. Hún sér um rekstur verslunar í golfskálanum á Hlíðarenda og aðstoðar félagsmenn með skráningarkerfið Golfbox o.fl. Hún starfaði á vöktum í golfskálanum í fyrra.
Karen er stúdent frá MR og hefur lokið einu ári í stjórnmálafræði og lögfræði í Quinnipiac University sem er í Connecticut í Bandaríkjunum.

Golfskálinn opnar 20. maí.

Categories: Óflokkað