Jóhann Örn og Anna Karen Klúbbmeistarar GSS 2025

Meistaramót GSS 2025 fór fram dagana 7.-12. júlí á Hlíðarendavelli. Metþátttaka var í meistaramótinu en 30% klúbbfélaga voru skráðir til leiks eða samtals 103 kylfingar. Meistaramótið er fyrir alla félagsmenn GSS, flokkar við allra hæfi. Í barna og unglingaflokkum voru 29 þátttakendur sem léku í 4 flokkum en þátttakendur í fullorðinsflokkum voru 74 sem léku í 8 flokkum. Meistaramótsvikan er ein skemmtilegasta vika golfsumarsins þar sem völlurinn iðar af lífi og fjöri. Aðstæður á Hlíðarendavelli voru prýðilegar alla leikdagana. Keppnin var að vanda æsispennandi og voru úrslit í mörgum flokkum ekki að ráðast fyrr en á síðustu holunum á lokadegi. Leika þurfti einn bráðabana til að skera úr um lokaúrslit. Lokahóf fullorðinsflokka fór fram í Ljósheimum á laugardagskvöldið þar sem kylfingar áttu saman góða kvöldstund og verðlaun voru afhent.
Klúbbmeistarar GSS 2025 eru Jóhann Örn Bjarkason og Anna Karen Hjartardóttir en þau áttu bæði titil að verja. Jóhann Örn er klúbbmeistari í áttunda sinn en hann hefur verið klúbbmeistari árin 2002, 2003, 2004, 2005, 2010, 2011 og 2024. Anna Karen er klúbbmeistari í sjötta sinn í röð en hún varð fyrst klúbbmeistari árið 2020 og hefur náð að verja titilinn síðan.
Úrslit meistaramóts GSS 2025 í flokkum fullorðinna eru eftirfarandi:
Meistaraflokkur karla – 72 holu höggleikur án forgjafar (hvítir teigar)
- Jóhann Örn Bjarkason, 317 högg
- Hákon Ingi Rafnsson, 320 högg
- Ingvi Þór Óskarsson, 336 högg
Meistaraflokkur kvenna – 72 holu höggleikur án forgjafar (bláir teigar)
- Anna Karen Hjartardóttir, 324 högg
- Dabjört Sísí Einarsdóttir, 340 högg
- Gígja Rós Bjarnadóttir, 349 högg
Fyrsti flokkur karla – 72 holu höggleikur án forgjafar (gulir teigar)
- Brynjar Morgan Brynjarsson, 345 högg
- Friðjón Bjarnason, 347 högg
- Þórður Ingi Pálmarsson, 348 högg
Fyrsti flokkur kvenna – 72 holu höggleikur án forgjafar (rauðir teigar)
- Sylvía Dögg Gunnarsdóttir, 401 högg
- Margrét Helga Hallsdóttir, 403 högg
- Aldís Hilmarsdóttir, 435 högg
Annar flokkur karla – 54 holu höggleikur án forgjafar (gulir teigar)
- Unnar Bjarki Egilsson, 283 högg
- Axel Arnarson, 300 högg
- Reynir Bjarkan Róbertsson, 302 högg
Annar flokkur kvenna – 54 holu höggleikur án forgjafar (rauðir teigar)
- Helga Jónína Guðmundsdóttir, 322 högg (að loknum bráðabana)
- Hanna Dóra Björnsdóttir, 322 högg
- Hafdís Skarphéðinsdóttir, 330 högg
Öldungaflokkur – 27 holu höggleikur með forgjöf
- Herdís Ásu Sæmundardóttir, 113 högg nettó
- Guðrún Björg Guðmundsdóttir, 119 högg nettó
- Guðmundur Helgi Kristjánsson, 120 högg nettó
Háforgjafaflokkur – 18 holu punktakeppni með forgjöf
- Birkir Fannar Gunnlaugsson, 39 punktar
- Sigrún Ólafsdóttir, 36 punktar
- Hjörtur Ragnarsson, 36 punktar