Kvennasveit GSS á Íslandsmóti Golfklúbba í 1.deild um næstu helgi.
Kvennasveit Golfklúbbs Sauðárkróks leikur á Íslandsmóti Golfklúbba 1.deild sem haldin verður dagana 26.-28.júlí n.k. 8 sveitir eru í deildinni. Sú nýlunda verður á keppninni er að leikið verður á tveimur völlum, hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og Golfklúbbnum Oddi (GO). 1. deild karla verður einnig leikin samtímis á þessum völlum.
Keppnisfyrirkomulagið er holukeppni þar sem 6 spila í einu þ.e. 4 tvímenningsleikir og 1 fjórmenningur.
Sveit Golfklúbbs Sauðárkróks skipa þær:
Anna Karen Hjartardóttir
Árný Lilja Árnadóttir
Dagbjört Hermundsdóttir
Hildur Heba Einarsdóttir
Sigríður Elín Þórðardóttir
Sólborg Hermundsdóttir
Telma Ösp Einarsdóttir
Liðsstjóri: Árný Lilja Árnadóttir
Liðin í 1. deild kvenna (riðill):
Golfklúbbur Reykjavíkur (A)
Golfklúbburinn Keilir (B)
Golfklúbbur Kópavogs og Garðarbæjar (B)
Golfklúbbur Mosfellsbæjar (A)
Golfklúbbur Suðurnesja (A)
Golfklúbburinn Oddur (B)
Golfklúbbur Sauðárkróks (B)
Golfklúbbur Vestmannaeyja (A)
Hægt verður að fylgjast með stöðunni á www.golf.is þar sem uppfært verður að loknum hverjum leik.