Nýprent Open, barna og unglingamótið 30.júní n.k.

Mótið hefst kl. 08:00, sunnudaginn 30.júní og verða elstu ræstir út fyrst og yngstu síðast.

Ræst verður í tvennu lagi og verðlaunaafhending verður einnig í tvennu lagi.

Mótið er fyrir alla, byrjendur sem lengra komna.

Mótið er flokkaskipt og kynjaskipt.

Flokkarnir eru þessir:

17-18 ára piltar og stúlkur – 18 holur

15-16 ára drengir og telpur – 18 holur

14-ára og yngri strákar og stelpur – 18 holur

12 ára og yngri strákar og stelpur sem spila 9 holur

Byrjendaflokkur strákar og stelpur spilar 9 holur af sérstaklega styttum  teigum

Opnað hefur verið fyrir skráningu á www.golf.is

Nándarverðlaun verða veitt og vippkeppni í öllum flokkum

Viðurkenning fyrir flesta punkta með forgjöf á 18 holu flokkunum, virk forgjöf er skilyrði.

Mótsgjald er 1.500 kr

Við viljum hvetja alla til að taka þátt í þessu skemmtilega móti og bendum sérstaklega á byrjendaflokkinn.

Þeir sem vilja skrá sig í mótið en hafa ekki aðgang inn á www.golf.is geta sent upplýsingar á hjortur@fjolnet.is eða hringt í síma 8217041

Sérstakur styrktaraðili mótsins nú eins og undafarin ár er Nýprent ehf. sem gefur m.a. út Sjónhornið, Feyki, heldur úti www.feykir.is, ásamt því að útbúa auglýsingar, skilti, bæklinga o.m.fl.

Mótið er hluti af Norðurlandsmótaröð barna og unglinga og er að þessu sinni fyrsta mótið í mótaröðinni á þessu sumri.

Categories: Óflokkað