Opna KS mótið um helgina

Opna KS mótið verður laugardaginn 3.júní n.k.

Leikfyrirkomulagið er Texas scramble

Allir ræstir út klukkan 10:00. Keppendur eru beðnir um að mæta í golfskálann eigi síðar er 9:30. en þá verður m.a. dregið um á hvaða braut liðin hefja leik.

Leikfyrirkomulag er Texas scramble. Leikforgjöf er fundin með að leggja saman leikforgjöf liðsfélaga og deila með 5. en leikforgjöf liðs getur aldrei orðið hærri en leikforgjöf forgjafarlægri kylfings.

Verði tvö eða fleiri lið jöfn eftir 18 holur ræður besta skor á síðustu níu holum (10.-18. braut).  Ef enn er jafnt ræður besta skor á síðustu sex brautum (13.-18. braut), ef enn er jafnt ræður besta skor á þremur síðustu brautum (16.-18.braut).  Ef enn er jafnt ræður hlutkesti.

Skráning á skortkort:  Lið sem byrjar á 9. braut spilar næst 10, síðan 11. braut og síðan koll af kolli og endar hringinn á 8. braut.

Hámarksforgjöf karla er 24 og kvenna 28.

Veitt verða verðlaun fyrir fimm efstu sætin auk nándarverðlauna.

Mótsstjórn:  Andri Þór Árnason og Gunnar Sandholt sími 8975487.

Skráning á golf.is og í golfskála í síma 453-5075

Categories: Óflokkað