Úrslit í Opna KS mótinu

Fyrsta opna mót sumarsins var haldið á Hlíðarendavelli laugardaginn 3.júní – Opna KS mótið.

Rjómablíða var nánast allan tímann og völlurinn hefur aldrei verið eins góður í byrjun golfvertíðar og núna í ár. Leikið var með Texas Scramble fyrirkomulagi og voru 18 lið skráð til leiks eða samtals 36 kylfingar.  Keppnin var hörð og spennandi en að lokum stóðu feðgarnir Elvar Ingi Hjartarson og Hjörtur Geirmundsson uppi sem sigurvegarar. Veitt voru verðlaun fyrir 5 efstu sætin og Kaupfélag Skagfirðinga gaf verðlaunin í þetta mót eins og mörg undangengin ár. Þá voru einnig veitt nándarverðlaun fyrir að vera næstur holu á 3/12. braut og þau hlaut Hákon Ingi Rafnsson. Verðlaun fyrir að vera næstu holu á 6/15.braut hlaut Arnar Geir Hjartarson.

5 efstu sætin voru eftirfarandi:

Keppendur Brúttó Nettó
1. Elvar Ingi Hjartarson og Hjörtur Geirmundsson 66 62
2. Þröstur Kárason og Hlynur Freyr Einarsson 68 62
3. Arnar Geir Hjartarson og Ingvi Þór Óskarsson 66 64
4. Þorbergur Ólafsson og Brynjar Örn Guðmundss. 70 65
5. Telma Ösp Einarsdóttir og Hákon Ingi Rafnsson 70 65

 

Categories: Óflokkað