Golfmaraþon á föstudag

Næstkomandi föstudag munu börn og unglingar freista þess að spila 1000 holur til styrktar unglingastarfinu. Hafa þau

Frá Unglingamótinu Nýprent Open

gengið í hús og fengið góðar viðtökur hjá íbúum á Sauðárkróki. Völlurinn verður ekki lokaður á föstudaginn, en aðrir spilarar eru beðnir um að sína sérstaka tillitssemi. Biðjum við félagsmenn að koma við á vellinum og hvetja krakkana áfram eða jafnvel spila með þeim nokkrar holur. Ef einhverjir hafa misst af krökkunum, þegar þau komu að safna áheitum, er hægt að koma við í golfskála og styðja við bakið á þeim.

Categories: Óflokkað

Mikið um að vera að Hlíðarenda

Í gær var mikill fjöldi fólks á Hlíðarenda. Mikil þátttaka var í miðvikudagsmóti, þar sem Sigríður Elín Þórðardóttir spilaði best allra. Þá voru tvö námskeið í gangi og margt fleira. Veður var með allra besta móti og gaman að sjá ný andlit í klúbbnum. Þrír hópar barna og unglinga stunda nú æfingar hjá klúbbnum. Þau yngstu eru frá klukkan 8-10 í samvinnu við Sumar Tím Sveitarfélagsins Skagafjarðar, en hinn eiginlegi golfskóli er frá klukkan 10-15. Um 40 börn og unglingar stunda nú golf á Sauðárkróki.

Næstu helgi verður síðan eitt stærsta mót sumarsins og án efa það glæsilegasta þegar Kvennamót GSS verður haldið. Þegar hafa um 50 konur skráð sig til þátttöku, en ólíklegt er að á nokkru móti hér á landi séu veitt jafn mörg verðlaun.

Categories: Óflokkað

Frábært skor á KS mótinu

Opna KS mótið fór fram laugardaginn 9 júní í blíðskapar veðri. Alls tóku tæplega 50 kylfingar þátt í mótinu sem tókst hið besta og var árangurinn frábær hjá mörgum kylfingum. Mótið var spilað með Texas Scramble fyrirkomulagi, þannig að tveir og tveir spila saman í liði og velja betra högg í hvert sinn sem þeir slá.

Í fyrsta sæti í mótinu urðu þau Árný Árnadóttir og Rafn Ingi Rafnsson. Þau komu inn á ótrúlega góðu skori eða 67 höggum brúttó, 5 höggum undir pari, en með forgjöf var skorið 63 högg.  Ingvi Þór Óskarsson og Arnar Geir Hjartarson léku á 68 höggum eða 65 með forgjöf í þriðja sæti urðu þau Dagbjört Rós Hermundardóttir og Ásmundur Baldvinsson á 67 höggum með forgjöf. Urðu þau jöfn þeim Ingibjörgu Guðjónsdóttur og Birni Sigurðssyni, Þóri Þórissyni og Auði Dúadóttur úr GA og Brynjari Guðmundssyni og Þorbergi Ólafssyni. Þau síðarnefndu voru með heldur lakara skor á seinni 9 holunum og hlutu þau Dagbjört og Ásmundur því þriðja sætið.

Categories: Óflokkað