Samningur við Avis

Samningur var undirritaður milli GSS og Avis bílaleigu þann 6. júlí. Avis er einn af samstarfsaðilum GSS og eru veifur á flaggstöngum á flötum merktar Avis. Þar að auki er Avis styrktaraðili á opna Avis mótinu sem verður 24. júlí. Þar verða veglegir vinningar. Samningurinn felur einnig í sér ákvæði um styrk vegna leigu GSS á bílum frá Avis. Samningurinn er til tveggja ára. Samninginn undirrituðu Baldur Sigurðsson frá Avis og Kristján Bjarni fyrir hönd GSS.


Undirritun: Baldur frá Avis og Kristján Bjarni formaður GSS.

Categories: Óflokkað