Vanur – óvanur

Nýliðanámskeiðinu lauk mánudaginn 5. júlí með frábæru 9 holu vanur/óvanur móti. Það voru 44 nýliðar á námskeiðinu i sumar, sem er nýtt met í sögu klúbbsins og margir af þeim eru mjög áhugasamir. Það voru 36 nýliðar sem tóku þátt í mótinu og annar eins fjöldi af vönum kylfingum sem alltaf eru tilbúnir að taka þátt og fyrir það ber að þakka. Leikfyrirkomulag var Greensome þar sem báðir kylfingar tóku upphafshögg, völdu betri boltann og slógu síðan til skiptis þar til að boltinn var kominn ofan í holuna.

Í 3ja sæti á 47 höggum voru Magnús Thorlacius og Hólmar Birgisson. Jöfn í 1-2 sæti voru Stefán Árnason og Sigríður Elín Þórðardóttir á 45 höggum ásamt þeim Friðriki Hreinssyni og Arnari Geir Hjartarsyni.

Fjölmennasta vanur-óvanur í sögu GSS

Eftir mótið var boðið upp á pitsur og franskar frá Hard wok. Frábær tilþrif sáust í mótinu, gleðin var í fyrirrúmi og bros á hverju andliti í góða veðrinu á Hlíðarendavelli

Categories: Óflokkað