Styrktarmót fyrir Arnar Geir

Golfklúbburinn ætlar að halda styrktarmót fyrir Arnar Geir Hjartarson mánudaginn 8.ágúst n.k.
Arnar Geir fer í háskólanám til Bandaríkjanna, nánar tiltekið í Missouri Valley College um miðjan ágúst á íþróttastyrk.
Við ætlum að spila 9 holur og hafa gaman. Ræst verður út af öllum teigum.
Mæting er kl.17:00 og byrjað að spila kl.17:15. Þetta verður punktakeppni og veitt verða verðlaun fyrir efstu sætin. Ekki verður leikið til forgjafar.
Hver veit nema Arnar Geir verði úti á velli og bjóði upp á upphafshögg á einhverri braut 🙂

Mótsgjald er kr. 2.000,- eða frjáls framlög eftir því sem hver og einn vill. Skráning er á www.golf.is.

Að loknu móti verða síðan kaffi og tertur í boði fjölskyldunnar.

Gaman væri að sjá sem flesta og eiga notalega stund saman að móti loknu í skálanum.

Þeir klúbbfélagar sem ekki taka þátt í mótinu eru hjartanlega velkomnir í kaffið á eftir.

Categories: Óflokkað