Sveitakeppni GSÍ hafin

Sveitirnar í annari deild kvenna hófu leik klukkan 8 í morgun á Hlíðarendavelli. Sveit GSS mætti sveit Hvergerðinga, en Ólafsfirðingar og Grundfirðingar öttu einnig kappi. Úrslit urðu þau að GSS sigraði örugglega 3-0 og Grundfirðingar sigruðu Ólafsfirðinga, einnig 3-0

Kvennasveit GSS 2011

Karlaliðið, sem keppir sunnan heiða, keppti við sterkt lið Norðfirðinga í fyrstu umferð og sigraði með 2 vinningum gegn einum.

 

Úrslit í sveitakeppninni í öllum deildum má sjá á eftirfarandi síðu:

http://www.golf.is/pages/forsida1/motaskra/sveitakeppnigsi/

Categories: Óflokkað