Völlurinn opinn

Frá deginum í dag er völlurinn opinn fyrir alla, jafnt klúbbmeðlimi sem aðra. Þrátt fyrir að völlurinn sé í frábæru ástandi miðað við árstíma þá hvetjum við enn sem fyrr til sérstaklega góðrar umgengni, einkum að gæta þess að laga boltaför á flötum. Golfkerrur eru nú leyfðar. Bendum við á að þeir sem ekki eru félagsmenn í klúbbnum geta greitt vallargjald við skálann og þar er hægt að nálgast skorkort. Golfskálinn er ekki opinn að jafnaði. En fljótlega verða félagsmenn beðnir um að hjálpa til við að koma skálanum í stand.

Þá er boltavél á æfingasvæði í gangi og hægt að kaupa token í boltavél hjá Pétri formanni eða Mugg vallarstjóra.

stjórnin

Categories: Óflokkað