Mánuður: júní 2011

Nýliðamót næsta þriðjudag

Vegna góðrar þátttöku hefur verið ákveðið að setja á nýliðamót þriðjudaginn 5. júlí, kl. 17:00. Spilaðar verða 9 holur. Hvetjum við alla nýliða og þá sem hafa forgjöf yfir 30 að skrá sig á golf.is

Categories: Óflokkað

Arnar Geir og Atli Freyr sigra í fjórða Ólafshúsmótinu

Það voru ungu kylfingarnir sem voru bestir á fjórða Ólafshúsmótinu, sem fór fram í gær. Arnar Geir Hjartarson sigraði í punktakeppni án forgjafar og spilaði á 79 höggum. En Atli Freyr sigraði með forgjöf, en hann fékk 38 punkta. Báðir lækka þeir í forgjöf fyrir árangurinn.

Categories: Óflokkað

Minningabók Friðriks Jens Friðrikssonar opin fram yfir helgi

Friðrik Jens Friðriksson. Ljósmyndari Kristján C. Magnússon

Í golfskála GSS er minningarbók vegna andláts fyrsta heiðursfélaga Golfklúbbs Sauðárkróks. Hvetum við alla að koma við  í skála og skrifa nafn sitt í bókina. Hugmyndin er að einnig verði í bókinni sögur af viðureignum Friðriks við golfkúluna og bókin geymi þar með upplýsingar um þennan frumkvöðul golfíþróttarinnar á Sauðárkróki.

Categories: Óflokkað