Month: apríl 2012

For-sælu mótið á laugardag

Laugardaginn 28. apríl verður fyrsta golfmót GSS haldið. Leiknar verða 9 holur og er ræst úr klukkan 13:00. Leyfðar verða færslur á brautum en reglur þar um verða kynntar í mótsbyrjun. Keppnisgjald er 500 krónur.

mótanefnd

Categories: Óflokkað

Völlurinn opinn

Frá deginum í dag er völlurinn opinn fyrir alla, jafnt klúbbmeðlimi sem aðra. Þrátt fyrir að völlurinn sé í frábæru ástandi miðað við árstíma þá hvetjum við enn sem fyrr til sérstaklega góðrar umgengni, einkum að gæta þess að laga boltaför á flötum. Golfkerrur eru nú leyfðar. Bendum við á að þeir sem ekki eru félagsmenn í klúbbnum geta greitt vallargjald við skálann og þar er hægt að nálgast skorkort. Golfskálinn er ekki opinn að jafnaði. En fljótlega verða félagsmenn beðnir um að hjálpa til við að koma skálanum í stand.

Þá er boltavél á æfingasvæði í gangi og hægt að kaupa token í boltavél hjá Pétri formanni eða Mugg vallarstjóra.

stjórnin

Categories: Óflokkað

Völlurinn í frábæru standi

Sjaldan eða aldrei hefur golfvöllurinn komið betur undan vetri en nú. Vakin er athygli á því að völlurinn er opinn, en einungis fyrir félagsmenn.

Mjög mikilvægt er að félagsmenn lagi boltaför á flötum, á því hefur verið mikill misbrestur. Einnig að laga kylfuför á brautum og færa úr bleytu yfir í karga þar sem hætta er á skemmdum. Jafnframt er ætlast til þess að fólk fari ekki með kerrur inn á völlinn, heldur beri kylfurnar. Völlurinn er ennþá í viðkvæmu ástandi og mikilvægt að gæta að honum okkar allra vegna.

Æfingasvæðið verður opið um helgina og boltavélin í gangi.

 

Góða skemmtun

stjórnin

Categories: Óflokkað