Sjaldan eða aldrei hefur golfvöllurinn komið betur undan vetri en nú. Vakin er athygli á því að völlurinn er opinn, en einungis fyrir félagsmenn.
Mjög mikilvægt er að félagsmenn lagi boltaför á flötum, á því hefur verið mikill misbrestur. Einnig að laga kylfuför á brautum og færa úr bleytu yfir í karga þar sem hætta er á skemmdum. Jafnframt er ætlast til þess að fólk fari ekki með kerrur inn á völlinn, heldur beri kylfurnar. Völlurinn er ennþá í viðkvæmu ástandi og mikilvægt að gæta að honum okkar allra vegna.
Æfingasvæðið verður opið um helgina og boltavélin í gangi.
Góða skemmtun
stjórnin