Entries Tagged as ''

Íþróttamaður ársins í Skagafirði árið 2012

Elvar, Árný og Hekla voru fulltrúar GSS við útefningu á íþróttamanni ársins hjá UMSS 2012

Ungmennasamband Skagafjarðar hélt samkomu föstudaginn 28.des. s.l. þar sem útnefndur var íþróttamaður ársins fyrir árið 2012. Einnig fengu ungir og efnilegir íþróttamenn í Skagafirði viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu

Golfklúbbur Sauðárkróks átti að sjálfsögðu fulltrúa á þessari samkomu.

Árný Lilja Árnadóttir var í kjöri til íþróttamanns ársins frá GSS. Hún átti mjög gott ár á golfvöllunum hér norðanlands á árinu. Sigraði fjölda móta og leiddi kvennasveit GSS til sigurs í sveitakeppni GSÍ 2.deild á Ólafsfirði.

Þá fengu þau Hekla Kolbrún Sæmundsdóttir og Elvar Ingi Hjartarson viðurkenningar sem ungt og efnilegt íþróttafólk.

Íþróttamaður ársins í Skagafirði 2012 var síðan hestakonan Metta Manseth og óskar GSS henni hjartanlega til hamingju með titilinn.

 

Jólakveðja

Ágætu félagar og aðrir velunnarar Golfklúbbs Sauðárkróks

Okkar bestu jólakveðjur til ykkar allra með von um gott golfár 2013

Stjórn GSS