Author: Golfklúbbur

Kvennasveit GSS sigrar í annari deild

Kvennasveit GSS 2012

Sveit GSS sigraði glæsilega í annari deild Íslandsmótsins og vann sér þar með rétt til að keppa í hópi þeirra sterkustu á næsta ári. Keppnin í annari deild fór fram á Ólafsfirði og var keppt í höggleik.
Sveit GSS sigraði á 662 höggum. Sveit Golfklúbbsins Odds í Garðabæ varð í öðru sæti á 665 höggum og fylgdi GSS upp í fyrstu deild. í þriðja sæti varð síðan sveit Golfklúbbsins Leynis á Akranesi á 675 höggum. Sveit GSS skipuðu þær Árný Lilja Árnadóttir, Dagbjört Hermundsdóttir, Ragnheiður Matthíasdóttir, Sigríður Eygló Unnarsdóttir og Sigríður Elín Þórðardóttir. Konurnar spiluðu gott og jafnt golf um helgina sem skilaði þeim þessum frábæra árangri. Óskum við þeim kærlega til hamingju með árangurinn.

Categories: Fréttir

Sveitakeppni GSÍ fer fram um helgina

Golfklúbbur Sauðárkróks sendir lið í sveitakeppni GSÍ en keppnin fer fram nú um helgina. Karlasveitin fer í Hveragerði til keppni í 4. deild. Í sveitinni eru þeir Arnar Geir Hjartarson. Brynjar Örn Guðmundsson, Ingvi Þór Óskarson, Jóhann Örn Bjarkason, Oddur Valsson og Thomas Olsen. Kvennasveitin fer til Ólafsfjarðar og keppir í annari deild. Sveitina skipa Árný Árnadóttir, Dagbjört Hermundardóttir, Ragnheiður Matthíasdóttir, Sigríður Elín Þórðardóttir og Sigríður Eygló Unnarsdóttir.

Klúbbmeistararnir Árný Lilja og Arnar Geir verða bæði í sveitum GSS á Íslandsmótinu.

 

Categories: Fréttir

Veðurblíða og flott mót á Hlíðarenda

Undanfarnar helgar hefur hvert golfmótið rekið annað að Hlíðarenda. Ágæt þátttaka hefur verið í hverju móti og veður leikið við keppendur.

Opna Hlíðarkaupsmótið var haldið 28. júlí og voru keppendur 47. Veitt voru verðlaun fyrir fimm efstu sætin í punktakeppni. Sigurvegari varð Jóhann Örn Bjarkason GSS, en í kjölfar hans komu þeir Ásmundur Baldvinsson GSS, Jakob Helgi Richter GA, Arnar Geir Hjartarson GSS, Brynjar Örn Guðmundsson GSS og Kristján Halldórsson GSS.

Á opna Vodafonemótinu sem fram fór 4. ágúst var keppt í höggleik í karla og kvennaflokki, auk þess sem verðlaun voru veitt fyrir flesta punkta. Sigurvegarar í karlaflokki voru þeir Einar Haukur Óskarsson GK og Bjarni Sigþór Sigursson GS, en þeir léku á 75 höggum. Elvar Ingi Hjartarsson GSS varð síðan í þriðja sæti, höggi á eftir þeim. Í kvennaflokki sigraði Dagbjört Rós Hermundardóttir á 83 höggum. Sigríður Elín Þórðardóttir og Árný Árnadóttir voru síðan jafnar í 2-3 sæti á 85 höggum. Punktakeppnina sigraði Dagbjört Rós á 43 punktum. Elvar Ingi fékk 42 punkta en í þriðja sæti varð Magnús Gunnar Magnússon með 36 punkta.

 

Categories: Fréttir