Category: Fréttir

Félagsgjöld

Félagsmenn eru góðfúslega minntir á að vera búnir að ganga frá eða semja um greiðslu árgjalds 2013 fyrir þann 1. mars  2013.

Hægt er að hafa samband við gjaldkera félagsins Ragnheiði Matthíasdóttur í netfanginu rama@arskoli.is

Categories: Fréttir

Kynning á golfherminum fyrir börn og unglinga

Sunnudaginn 3.febrúar n.k. ætlar barna-og unglinganefnd GSS að vera með kynningu á golfherminum sem settur var upp í desember á Borgarflöt 2.

Kynningin er sérstaklega ætluð fyrir ungu kynslóðina en um að gera að taka mömmu og pabba með sér og einnig vinina ef þeir hafa áhuga Um að gera að hafa með sér þær kylfur sem þið viljið nota í herminum.

Kynningin stendur yfir á milli kl.16 og 19.  Þá er líka tilvalið að kíkja á nýja húsnæðið þó það sé ekki alveg fullfrágengið ennþá.

Endilega fjölmennið og prófið þennan stórskemmtilega golfhermi.

 

Categories: Fréttir

Þrif í Borgarflöt 2

Nú styttist í að púttteppið verði lagt í nýju æfingaraðstöðuna og því stendur fyrir dyrum að hefja alsherjarþrif á húsnæðinu. Allir sem tusku geta valdið eru beðnir um að koma í Borgarflötina fimmtudagskvöldið 24. jan. klukkan 20:00. Þeir sem eiga tuskur mega gjarnan taka þær með.

þrifanefndin

Categories: Fréttir