Category: Fréttir

Golfhermirinn kominn í gagnið

Ágætu félagar í GSS, gleðilegt nýtt ár!

Þó svo að inniaðstaðan sé ekki tilbúin þá er golfhermirinn kominn í gagnið og býðst félögum að spila frítt 9holur fram á næsta sunnudag, 6.janúar. Hægt er að skrá sig á blað sem hangir uppi í Borgarflöt 2. Að lágmarki skulu 3 spila saman í holli. Hægt er að hafa samband við eftirtalda til að komast í golfherminn: Muggur 891 6244, Kristján 894 5276, Guðmundur 893 5601, Pétur 863 6191 og Unnar 892 6640.

Categories: Fréttir

Íþróttamaður ársins í Skagafirði árið 2012

Elvar, Árný og Hekla voru fulltrúar GSS við útefningu á íþróttamanni ársins hjá UMSS 2012

Ungmennasamband Skagafjarðar hélt samkomu föstudaginn 28.des. s.l. þar sem útnefndur var íþróttamaður ársins fyrir árið 2012. Einnig fengu ungir og efnilegir íþróttamenn í Skagafirði viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu

Golfklúbbur Sauðárkróks átti að sjálfsögðu fulltrúa á þessari samkomu.

Árný Lilja Árnadóttir var í kjöri til íþróttamanns ársins frá GSS. Hún átti mjög gott ár á golfvöllunum hér norðanlands á árinu. Sigraði fjölda móta og leiddi kvennasveit GSS til sigurs í sveitakeppni GSÍ 2.deild á Ólafsfirði.

Þá fengu þau Hekla Kolbrún Sæmundsdóttir og Elvar Ingi Hjartarson viðurkenningar sem ungt og efnilegt íþróttafólk.

Íþróttamaður ársins í Skagafirði 2012 var síðan hestakonan Metta Manseth og óskar GSS henni hjartanlega til hamingju með titilinn.

 

Categories: Fréttir

Jólakveðja

Ágætu félagar og aðrir velunnarar Golfklúbbs Sauðárkróks

Okkar bestu jólakveðjur til ykkar allra með von um gott golfár 2013

Stjórn GSS

Categories: Fréttir