Ólafshús styrkir GSS – fyrsta mótið í dag

Sigríður Elín formaður mótanefndar GSS og Kristín á Ólafshúsi kynna Ólafhsúsmótaröðina.

Veitingahúsið Ólafshús er einn af aðal styrktaraðilum GSS og í gærkvöldi var kynnt mótaröð, svokölluð Ólafshúsmótaröð, sem fram fer á miðvikudögum í sumar. Haldin verða 10 mót og veitir Ólafhús verðlaun fyrir þau öll en jafnframt fyrir besta árangur sumarsins með og án forgjafar. Þá var kynnt nýbreytni í mótaröðinni, svokölluð „besta hola“, þar sem kylfingar geta valið þrjár bestu holurnar á hverjum hring og skráð í sérstakt mót, sem gert verður upp í lok sumars.

Stuðningur Ólafshúss er klúbbnum ómetanlegur og færir stjórn klúbbsins stjórnendum þess sínar bestu þakkir fyrir stuðninginn.

Fyrsta mótið fer síðan fram í dag. Skráning á www.golf.is

Categories: Óflokkað

Fundur um golfskólann, Ólafshúss-mótaröð og fleira

Kynningarfundur verður kl.17:30 þriðjudaginn 4.júní vegna golfskóla Golfklúbbs Sauðárkróks. Við viljum sérstaklega hvetja alla foreldra þeirra barna sem hafa skráð sig í golfskólann í sumar að mæta. Farið verður yfir starfið og einnig verður nýr golfkennari, Mark Irving, kynntur til sögunnar.

Að loknum þessum fundi eða kl.18:15 verður síðan kynning á Ólafshúss-mótaröð klúbbsins sem fer af stað miðvikudaginn 5.júní og verður vikulegt mót á miðvikudögum í allt sumar eins og undanfarin sumur. Farið verður yfir fyrirkomulagið í sumar og skemmtileg viðbót  við mótið ( besta holan ) verður kynnt á fundinum. Við viljum hvetja alla félaga klúbbsins til að mæta. Einnig verður farið yfir breytta forgjafarröð á holum á vellinum.

Að sjálfsögðu verða þessir fundir haldnir í golfskálanum á Hlíðarendavelli.

Categories: Óflokkað

Opnunarmóti aflýst

Athygli er vakin á því að opnunarmót, sem vera átti laugardaginn 1. júní hefur verið aflýst og fyrsta mót félagsins því miðvikudagsmót 4. júní.

Völlurinn verður að sjálfsögðu opinn á laugardaginn þrátt fyrir að mótið falli niður.

mótanefnd

Categories: Óflokkað