Þórður Rafn með námskeið

Þórður Rafn Gissurarson atvinnukylfingur verður með námskeið fyrir byrjendur og lengra komna helgina 20. – 21. júní.  

Byrjendanámskeið: hentar vel byrjendum og þeim sem vilja rifja upp.  Farið í undirstöðuatriði: sveiflu, pútt, vipp, járnahögg og teighögg. Laugardag og sunnudag kl 13 – 15.  Hámark 6 manns. Verð 15 þúsund.  Skráning: golfkennslatrg@gmail.com

Æfðu eins og atvinnukylfingur: Fyrir þá sem vilja bæta sig og æfa markvisst.  Teighögg, járn og stutta spilið. Meðal annars frammistöðuæfingar sem munu skila sér í betra skori. Laugardag og sunnudag kl 10:00 – 12:30. Hámark 6 manns. Verð 15 þúsund.  Skráning golfkennslatrg@gmail.com

Hópkennsla/einkakennsla:  55 mínútur fyrir 1-4 manns. Hámark 4 manns.  Fös kl 16 – 20, Lau kl 15 – 20, Sun kl 15 og 16. Fast verð fyrir kennslustund óháð fjölda er 10 þúsund. Skráning golfkennslatrg@gmail.com