Mánuður: apríl 2013

Félagsgjöld 2013

Stjórn GSS vill minna félaga að greiða félagsgjöld eða gera ráðstafanir sem fyrst. Hægt er að hafa samband við gjaldkera með því að senda netpóst á rama@arskoli.is. Þegar búið er að ganga frá greiðslu fær félagi sent skírteini og getur þar með nýtt þau hlunnindi sem samið hefur verið um fyrir félaga. Einnig viljum við hvetja félaga og aðra sem vilja fréttir frá GSS að senda netfang til formadur@gss.is

Categories: Óflokkað

Opið hús, púttmót og kynning

Opið hús verður á „Flötinni“ ( Borgarflöt 2) miðvikudaginn 24.apríl n.k. kl.20:00 – 22:00 .

Hægt verður að pútta 18 eða 36 holur eftir því sem mannskapurinn vill. Ekkert mótsgjald og engin verðlaun að þessu sinni.

Svo verður einnig kynning á golfherminum þar sem allir geta prófað.

Við viljum hvetja alla til að koma, félaga í klúbbnum jafnt sem aðra og eiga saman skemmtilega kvöldstund og hita sig upp fyrir sumarið.

Kaffi verður á könnunni.

 

Es.

Þeir sem vilja komast á póstlista Golfklúbbsins sendi póst á formadur@gss.is

 

Categories: Óflokkað