Mánuður: júlí 2017

Meistaramóti barna og unglinga lokið

Meistaramót barna og unglinga var leikið 10.-14.júlí s.l. í nokkrum flokkum.

Verðlaunaafhending fór fram í golfskálanum mánudaginn 17.júlí eftir að spilað hafði verið hraðgolf (speedgolf ) á 9.brautinni.

Úrslitin í meistaramótinu urðu þessi:

Unglingar 14 ára og yngri – 54 holur
1. Anna Karen Hjartardóttir 296 högg
2. Reynir Bjarkan B. Róbertsson 309 högg
3. Bogi Sigurbjörnsson 330 högg
11 ára og yngri drengir – 27 holur
1. Alexander Franz Þórðarson 180 högg
2. Tómas Bjarki Guðmundsson 213 högg
3. Gísli Kristjánsson 231 högg
11 ára og yngri stúlkur – 27 holur
1. Rebekka Helena B. Róbertsdóttir 186 högg
2. Una Karen Guðmundsdóttir 194 högg
Byrjendaflokkur strákar – 9 holur
1. Axel Arnarsson 49 högg
2. Bjartmar Dagur Þórðarson 58 högg
3. Gunnar Bjarni Hrannarsson 66 högg
Byrjendaflokkur stelpur – 9 holur
1. Auður Ásta Þorsteinsdóttir 69 högg
2. Dagbjört Sísí Einarsdóttir 77 högg
3. Berglind Rós Guðmundsdóttir 78 högg

Sigurvegarar í hraðgolfinu urðu Arnar Freyr Guðmundsson í eldri flokki og Rebekka Helena B. Róbertsdóttir í yngri flokki

Myndir frá hraðgolfinu er að finna á facebook síðu golfklúbbsins.

 

Categories: Óflokkað

Meistaramóti GSS lokið

Meistaramót Golfklúbbs Sauðárkróks í flokki fullorðinna var haldið 12.-.15.júlí s.l.

Keppt var í nokkrum flokkum og var þátttaka með ágætum í flestum þeirra. Mikil baraátta var í nokkrum flokkanna og réðust ekki úrslit fyrr en á lokah0lunum. Í flestum flokkum voru leiknar 72 holur á þessum fjórum dögum.

Veðrið lék við keppendur alla dagana þrátt fyrir stöku rigningarskúra og skarðagolan hélt sig algjörlega til hlés að þessu sinni. Hlíðarendavöllur er í sína besta standi frá upphafi og ástæða til að hvetja fólk til að skella sér á völlinn.

Lokahóf meistaramóts var síðan haldið í Golfskálanum laugardagskvöldið 15.júlí.

Klúbbmeistarar GSS að þessu sinni urðu þau Árný Lilja Árnadóttir og Arnar Geir Hjartarson.

Önnur úrslit urðu sem hér segir:

Meistaraflokkur kvenna:
1. Árný Lilja Árnadóttir 334 högg
2. Sigríður Elín Þórðardóttir 358 högg
3. Dagbjört Hermundsdóttir 386 högg
1.flokkur kvenna
1. Hildur Heba Einarsdóttir 377 högg
2. Aldís Hilmarsdóttir 464 högg
Meistaraflokkur karla:
1. Arnar Geir Hjartarson 297 högg
2. Elvar Ingi Hjartarson 313 högg
3. Ingvi Þór Óskarsson 333 högg
1.flokkur karla:
1. Magnús Gunnar Gunnarsson 339 högg
2. Atli Freyr Rafnsson 340 högg
3. Hjörtur Geirmundsson 345 högg
2.flokkur karla:
1. Ásmundur Baldvinsson 362 högg
2. Guðmundur Gunnarsson 363 högg
3. Friðjón Bjarnason 367 högg
3.flokkur karla:
1. Guðni Kristjánsson 392 högg
2. Þórður Ingi Pálmarsson 396 högg
3. Arnar Freyr Guðmundsson 410 högg
Hágæðaflokkur * léku 27 holur
1. Herdís Ásu Sæmundardóttir 158 högg
2. Hafdís Skarphéðinsdóttir 174 högg
3. Kristbjörg Kemp 181 högg

Fleiri myndir er að finna á facebook síðu Golfklúbbsins

 

Categories: Óflokkað